Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 115 . mál.


Nd.

967. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 32 12. maí 1978, um hlutafélög.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið um það umsagnir frá Félagi löggiltra endurskoðenda, Verslunarráði Íslands, Seðlabanka Íslands og laganefnd Lögmannafélags Íslands. Þá kom Árni Vilhjálmsson prófessor, formaður þeirrar nefndar er samdi frumvarpið, á fund nefndarinnar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem fluttar eru á sérstöku þingskjali. Ekki er um veigamiklar efnisbreytingar að ræða heldur er aðallega verið að færa til betri vegar ýmis ákvæði frumvarpsins.

Alþingi, 25. apríl 1989.



Páll Pétursson,

Ingi Björn Albertsson,

Árni Gunnarsson.


form., frsm.

fundaskr.



Ragnar Arnalds.

Guðmundur G. Þórarinsson.

Kristín Halldórsdóttir.



Einar Kr. Guðfinnsson.